Leita í fréttum mbl.is

3DM - dansleikhús

 

3DM merki 

frú Norma - leikhús í samvinnu viđ Menningarmiđstöđ Fljótsdalshérađs og Vinnuskólann á Fljótsdalshérađi frumsýnir 3DM, dans/leikhús verk sem veltir sér upp úr fegurđ starfseminnar sem áđur fór fram í Sláturhúsinu - Menningarsetri.3DM er dansleikhúsverk unniđ međ hópi 13 - 16 ára unglinga úr vinnuskóla Fljótsdalshérađs.

Í verkinu eru sjónarhorn fjögurra mismunandi listrćnna stjórnenda á Sláturhúsiđ fléttuđ saman í eina heild. Verkiđ er bundiđ saman af texta Jónasar Reynis Gunnarssonar, ungs skálds af Fljótsdalshérađi.Leikstjórn og hreyfiferli er í höndum Péturs Ármannssonar, Jóns Vigfússonar, Halldóru Malinar Pétursdóttur og Guđjóns Sigvaldasonar.Í verkinu er unniđ međ sögu og hlutverk Sláturhússins, sem í dag er nýtt undir töluvert ađra starfsemi en áđur var, en í dag eru ţar til húsa vegaHúsiđ, Menningarsetur ungs fólks, Sláturhúsiđ - Menningasetur og frú Norma - leikhús.

Leikarar í 3DM eru:Baldvin Orri Smárason, Egill Magnússon, Egill Örn Ţórđarson, Hans Hektor Hannesson, Inga Lind Clausen Bjarnadóttir, Katla Einarsdóttir, Kristrún Anna Borgţórsdóttir, Lísa Mist Smáradóttir, Sandra Ester Jónsdóttir og Ýmir Steinn Árnason.

Sýningar verđa ţrjár:

Sunnudag 20. júlí klukkan 20:00 - Frumsýning

Ţriđjudag 22. júlí klukkan 20:00

Fimmtudag 24.júlí klukkan 20:00 - LOKASÝNING

Miđapantanir í síma 471-1166 og norma@frunorma.is


VENTLASVÍN - AUKASÝNINGAR!

ventlasvin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegna mikillar ađsóknar verđa tvćr aukasýningar á VENTLASVÍNUM. 

frú Norma í samstarfi viđ Leikfélag Fljótsdalshérađs og Leikfélag Seyđisfjarđar kynnir VENTLASVÍN - innsetningarleikverk í anda leikhúss fáránleikans.

föstudag 11. júlí kl. 20:00 og 22:00 - LOKASÝNING

 

ATHUGIĐ ALLRA SÍĐUSTU SÝNINGAR.

AĐEINS 21 ÁHORFANDI KEMST Á HVERJA SÝNINGU.

miđapantanir í síma 471-1166 / norma(hja)frunorma.is 

 


Soffía mús í Hálsaskógi - myndir

gullfiskur, Stelpan og Soffía

 

Nú hefur Soffía Mús lokiđ viđ ađ sýna á Egilsstöđum og mun hún hugsa međ söknuđi til vina sinna á hérađi.

 Hér eru myndir frá fyrstu sýningu Soffíu utan hérađs. 

 

http://www.djupivogur.is/adalvefur/?id=9109

 Og nú mun Soffía flakka um allt ţađ sem eftir lifir sumars. Nćstu sýningar eru:

 

Á Stöđvarfirđi laugardaginn 28.júní kl. 17:00

sýnt í íţróttahúsinu. Miđasala viđ innganginn 

 

Á Humarhátíđ á Höfn, föstudaginn 4.júlí kl. 16:00

sýnt í Sindrabć. Miđasala viđ innganginn 


Fyrsta ferđalagi lokiđ

Heilir og sćlir lesendur góđir

            Ţá er starfsemi sumarsins komin á fullt. Viđ hjá Frú Normu höfum nú frumsýnt fyrsta verk sumarsins, Soffíu Mús á tímaflakki. Frumsýningin tókst svona líka glimrandi vel og fylltum viđ hana og höfum síđan sýnt 3 sýningar á Egilsstöđum, og verđur sú 4 ţar á morgun kl 16.

            En eins og margir vita ţá er Soffía mús ekki ađeins á tímaflakki heldur flakkar hún um austurlandiđ ţvert og endilangt. Og í dag átti hún sitt fyrsta formlega ferđalag.

            Í morgun var mćtt í Sláturhúsiđ stađfastlega kl 09:05 og klárađ ađ ferma Drekann, ţ.e. ferđabílinn okkar, og svo haldiđ af stađ á DJÚPAVOG. Á leiđinni ţangađ var bílstjórinn frekar utan viđ sig og minnstu mátti muna ađ viđ hefđum lent í Hallormsstađaskóg, en ekki Hálsaskóg, ţangađ sem ferđinni var heitiđ. Einnig rákumst viđ á nokkuđ mikiđ af sauđfé, sem vakti mikla athygli Geiblukindarinnar sem međ var í för. En annars komumst viđ áfallalaust á áfangastađ. Ţá komum viđ í Hálsaskóg, ţar sem sett hafđi veriđ upp ţetta líka fína leiksviđ fyrir okkurog viđ hentum upp leikmyndinni og fengum inni hjá fjölskyldu sem býr ţarna í skógarjađrinum. Indćlasta fólk.

            Sýningin gekk frábćrlega, viđ fengum um 100 gesti og allir skemmtu sér konunglega. Eftir ţađ fengum viđ ljúffengar veitingar og leiđsögn um skóginn, en hann hefur veriđ tekinn laglega í gegn. Viđ mćlum eindregiđ međ ţví ađ ţiđ kikjiđ ţangađ.

            Eftir ţađ kvöddum viđ og ţökkuđum fyrir okkur. Á heimleiđinni rákumst viđ ţó á nokkra strípalinga, sem hlupu um Öxi og busluđu í á viđ vegarkantinn. Góđur endir á vel heppnađri ferđ.


Fyrsta ferđalag Soffíu - í Hálsaskóg (Djúpavogi)

Soffía Mús í Hálsaskógi!?!
Soffia_kind_NET
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ţá er komiđ ađ ţví ađ hún Soffía okkar er ađ fara í sitt fyrsta ferđalag. Og ţađ á útihátíđ! Hún hlakkar ađ sjálfsögđu alveg hrikalega til og verđur mćtt í Hálsaskóg á Djúpavogi, laugardaginn 21. júní kl. 16:00. Farđu vel međ Djúpavog Soffía... og Hálsaskóg.

Nćsta síđa »

Frú Norma

Frú Norma
Frú Norma
Frú Norma - Atvinnuleikhús á Austurlandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband