Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Soffía mús í Hálsaskógi - myndir

gullfiskur, Stelpan og Soffía

 

Nú hefur Soffía Mús lokið við að sýna á Egilsstöðum og mun hún hugsa með söknuði til vina sinna á héraði.

 Hér eru myndir frá fyrstu sýningu Soffíu utan héraðs. 

 

http://www.djupivogur.is/adalvefur/?id=9109

 Og nú mun Soffía flakka um allt það sem eftir lifir sumars. Næstu sýningar eru:

 

Á Stöðvarfirði laugardaginn 28.júní kl. 17:00

sýnt í íþróttahúsinu. Miðasala við innganginn 

 

Á Humarhátíð á Höfn, föstudaginn 4.júlí kl. 16:00

sýnt í Sindrabæ. Miðasala við innganginn 


Fyrsta ferðalagi lokið

Heilir og sælir lesendur góðir

            Þá er starfsemi sumarsins komin á fullt. Við hjá Frú Normu höfum nú frumsýnt fyrsta verk sumarsins, Soffíu Mús á tímaflakki. Frumsýningin tókst svona líka glimrandi vel og fylltum við hana og höfum síðan sýnt 3 sýningar á Egilsstöðum, og verður sú 4 þar á morgun kl 16.

            En eins og margir vita þá er Soffía mús ekki aðeins á tímaflakki heldur flakkar hún um austurlandið þvert og endilangt. Og í dag átti hún sitt fyrsta formlega ferðalag.

            Í morgun var mætt í Sláturhúsið staðfastlega kl 09:05 og klárað að ferma Drekann, þ.e. ferðabílinn okkar, og svo haldið af stað á DJÚPAVOG. Á leiðinni þangað var bílstjórinn frekar utan við sig og minnstu mátti muna að við hefðum lent í Hallormsstaðaskóg, en ekki Hálsaskóg, þangað sem ferðinni var heitið. Einnig rákumst við á nokkuð mikið af sauðfé, sem vakti mikla athygli Geiblukindarinnar sem með var í för. En annars komumst við áfallalaust á áfangastað. Þá komum við í Hálsaskóg, þar sem sett hafði verið upp þetta líka fína leiksvið fyrir okkurog við hentum upp leikmyndinni og fengum inni hjá fjölskyldu sem býr þarna í skógarjaðrinum. Indælasta fólk.

            Sýningin gekk frábærlega, við fengum um 100 gesti og allir skemmtu sér konunglega. Eftir það fengum við ljúffengar veitingar og leiðsögn um skóginn, en hann hefur verið tekinn laglega í gegn. Við mælum eindregið með því að þið kikjið þangað.

            Eftir það kvöddum við og þökkuðum fyrir okkur. Á heimleiðinni rákumst við þó á nokkra strípalinga, sem hlupu um Öxi og busluðu í á við vegarkantinn. Góður endir á vel heppnaðri ferð.


Fyrsta ferðalag Soffíu - í Hálsaskóg (Djúpavogi)

Soffía Mús í Hálsaskógi!?!
Soffia_kind_NET
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þá er komið að því að hún Soffía okkar er að fara í sitt fyrsta ferðalag. Og það á útihátíð! Hún hlakkar að sjálfsögðu alveg hrikalega til og verður mætt í Hálsaskóg á Djúpavogi, laugardaginn 21. júní kl. 16:00. Farðu vel með Djúpavog Soffía... og Hálsaskóg.

Fyrstu sýningar


Frú Norma

Frú Norma
Frú Norma
Frú Norma - Atvinnuleikhús á Austurlandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband